Lampinn "Pulley" - minimalismi í sinni skýrustu mynd |
Lampinn "Pulley" er hannaður af Monocomplex í Seoul. Formið er sótt í byggingarkrana en frá sjónarmiði verkfræðinnar er reginmunur á þessum tveimur hlutum, lampinn er er einskonar trissa sem hangir saman á snúrunni einni - slitni hún hrynur lampinn - byggingarkraninn mun hinsvegar standa keikur þó vírinn slitni. Frábært dæmi um minimalisma þar sem engu er of aukið og ekkert getur án hins verið.
Snúran leikur í fallegum trissum úr messing og stáli |
Snúran heldur lampanum saman |
Ljósastæðið er hlassið kraninn ber |
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.