Fyrstu tölvurnar voru risavaxnar, óhreyfanlegar og óhollar, af þeim stafaði mikill hiti og óloft og það var nánast ómögulegt að hanna fyrir þær almennileg vinnuborð því þær voru svo þungar. Tölvuborðin voru því meiriháttar mannvirki og allt sat rígfast - tengt með ótal snúrum.
Í dag er öldin önnur, allt er hreyfanlegt. Það er því komið að því að hugsa húsgögnin upp á nýtt. Stóllinn Isola er fínt innlegg í þá átt. Í honum er hægt að sitja í allskonar stellingum - fagfólk mælir með því að skipt sé um stöðu sem oftast , það er gott fyrir kroppinn - og tölvuna má hafa í kjöltu sér (óholt!) eða á sambyggða borðinu. Og svo er hann líka látlaus og ekki frekur í rýminu. Flottur.
Isola er hannaður af sænska hönnunar-teyminu Claesson Koivisto Rune fyrir Tacchini.
Via: designboom.com
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.