Saturday, March 10, 2012

Fiðrildasinfónía


Paul Villinski hirðir dósir á götum New York-borgar og gerir úr þeim fugla og fiðrildi. Hann segir að eftir umbreytinguna úr dós í fiðrildi flögri þau um vinnustofuna og taki sér svo bólfestu þar sem þeim hentar. Oftar en ekki vill svo til að úr þessu verður einhverskonar myndform. Stundum setjast þau að í einhverju sem hann er að bjástra við og verða þar með hluti þess. 
Hér hafa fiðrildin gert sér leið inn í óvenjulegt ljóst selló og gítar. Villinski gefur ekki upp hvaðan hljóðfærin koma en gítargeggjarar ættu að þekkja Epiphone Dot gítarinn, menn hafa fengið fiðring yfir öðru eins.








Via My Modern Met



No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.