Eitt borð, einn bolli - Tea for One |

Litlir einfaldir hlutir gerðir af einlægni og virðingu fyrir efni og notanda eru oftast bestir. Þess vegna heillaði þetta borð mig á Tent London 2012. Það heitir "Tea for One" og er nákvæmlega það - te fyrir einn. Fullkomlega handsmíðað úr gegnheilum við, keramik og vaxborinni snúru eða leðri. Fallegt.
Og sýningarsvæðið var jafn einfalt og borðið.
Hönnuðurinn heitir Byung og er Japanskur, eins og búast má við þegar svona fallega er hugsað um te
![]() |
Te fyrir einn og Biðukolla |
![]() |
Biðukolla |
Frá sama hönnuði og í sama einlæga stílnum kemur kollurinn Biðukolla "Dandelion" og ber nafn með rentu. Kollinum fylgir borð í sama stíl.
![]() |
Dandelion - kollur og borð |
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.