Það er til mikið af fínum myndarömmum en það getur getur verið vandasamt að velja dýra sérsmíðaða ramma og frágang á myndir og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða byrjanda eða vanan mann í þeim efnum.
Taka þarf tillit til stærðar, birtu, lita og margra atriða sem ómögulegt er að gera sér grein fyrir í verslun. Í verslunum eru aðrir litir og umhverfi sem truflar og, það sem skiptir mestu máli, allt önnur birta. Ekki velja karton á myndverk án þess að bera það við bæði dagsbirtu og ljósið á staðnum sem það verður á.
Látið einungis innramma verðmæt verk á viðurkenndum verkstæðum. Röng tegund af kartoni eða límbandi getur skaðað verkið. Munið að "verðmæti" er afstætt hugtak, gömul fjölskyldumynd sem er verðmæt í huga eins er það ekki endilega í huga annars.
 |
• Sama mynd - sitthvor ramminn • |
Og fleiri myndir....já, og verkið er eftir Kandinsky...
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.