FAVN sófinn smellpassar í línu Fritz Hansen. |
Nýi FAVN sófinn smellpassar inn í húsgagnalínu Fritz Hansen. Samsvörun hans við Egg og Swan stóla Arne Jacobsen er augljós og þessi húsgögn mynda fallega heild þegar þau standa saman. Vissulega er Swan sófinn ágætur en mér hefur aldrei fundist hann passa almennilega með stólnum t.d. á stellið undir honum ekkert sameiginlegt með fætinum undir stólnum og skelin er eins og stóll sem hefur verið settur í strekkjara, sérstaklega aftan frá. Þessi nýi sófi er hinsvegar eðlilegur í návist hinna stólana, mjúkar flæðandi línur úr heilsteyptri skel sem hefur sömu þykkt og skeljar stólana og hann er mjög fallegur að aftan og látlaus í rýminu. FAVN verður kynntur á húsgagnasýningunni í Mílano og tilbúinn til afgreiðslu í september 2011.
Hönnuðurinn Jaime Hayón hefur á örfáum árum unnið sér verðugan sess í heimi hönnunar. Hann var deildarforseti hönnunardeildar Fabrica akademíunnar en hefur starfað sjálfstætt frá árinu 2004 og vakið athygli fyrir einstaklega ferska hönnun.
Mjúkar flæðandi línur, fallegur í bak og fyrir og virkar ekki frekur í rýminu. |
.
.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.