Thursday, April 7, 2011

Hönnun ala Kópavogur


Þetta biðskýli vakti athygli mína er ég átti leið um Kópavog í gær. Alla jafna eru biðskýli með glugga a.m.k. í þá áttina sem búast má við að strætó komi úr. En þetta skýli er vandlega lokað og það er meira að segja nostursamlega málað yfir spjöldin þar sem ég reikna með að einu sinni hafi verið gluggar. Hvernig fylgist maður með strætó í slíku skýli - með því að bíða fyrir utan? Nei, maður kíkir bara út um kýraugað, það er reyndar í 160 sm hæð - en hvað - börnin bíða bara úti ef þau eru ekki í fylgd fullorðinna.
Kannske er þetta tómur misskilningur hjá mér, svona skýli hlýtur að vera draumur allra refaskyttna sem húka á greni dögum sama við illan kost. Ég setti allavega aðvörun við gatið til öryggis svo engin yrði skotinn :-)
Biðskýli, afdrep refaskyttna eða kannske fyrir fuglaskoðun.
Hönnun ala Kópavogur.
.
.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.