"Guitar Heroes" gítar- og hljóðfærasýning í Mertopolitan safninu
Gítar (ca. 1630 -50) - Matteo Sellas ( Þýskur ca. 1599-1654) Greni, pergament, "snakewood", fílabein. |
Á Mertopolitan safninu í New York stendur yfir sýningin "Guitar Heroes" á gíturum ítalsk/bandarískara hljóðfærasmiða. Þetta eru gítarsmiðirnir John D’Angelico (1905–1964), James D’Aquisto (1935–1995) og John Monteleone (f. 1947). Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera bandaríkjamenn af norður-ítölskum uppruna en þar var lengst af vagga evrópskrar hljóðfærasmíði. Til að setja sýninguna í sögulegt samhengi eru einnig sýnd nokkur ítölsk hljóðfæri, það elsta er fiðla frá 1559 eftir Andrea Amati. Hér eru sýndir nokkrir gamlir gítarar, lútur og svo "archtop" gítarar eftir smiðina þrjá.
Svo skemmtilega vill til að í MoMA er sýning á verkum Pablo Picasso sem tengjast gítörum og því upplagt að hafa nokkur með. Frábær vefsíða er tileinkuð þeirri sýningu, kíkið á hana.
Gítar (1700) - Antonio Stradivari (Ítalskur 1644-1737) Greni, hlynur, íbenholt. |
Gítar (ca 1700) - Smiður óþekktur Greni, íbenholt, fílabein, skjaldbökuskel. |
Mandolín (ca. 1900) - Angelo Mannello (Ítalskur/Bandarískur 1858-1922) Greni, skjaldbökuskel, fílabein, málmur. |
Fyrsti Gibson L5 gítarinn - Gítar (1932) John D'Angelico (1905-1964) Gítar (1972) James D'Aquisto (1935-1995) - Gítar (2008) John Monteleone (f. 1947) |
"Archtop" gítar hefur íhvolfan botn og topp með "f" götum eins og á fiðlu. Þessi gítar er líka yngstur kassagítara uppfundinn af Orwille Gibson (1856-1918) um 1890. Gibson gerði einnig mandolín með svipuðu lagi og fékk einkaleyfi á hönnuninni árið 1895. Brátt var eftirspurn svo milkl að Gibson annaði ekki eftirspurn, hann seldi þvi einkaleyfið til fjárfesta sem stofnuðu hina frægu Gibson gítarsmiðju. Þar tók Lloyd Loar við og fyrsti L-5 gítarinn varð til árið 1922.
_______________________________________________________________________
"Picasso Guitars 1912-1914" sýning í MoMA
Pablo Picasso (1881-1973) Still life with Guitar (1913) - Violin ((ca. 1912) |
Pablo Picasso (1881-1973) Guitar and Sheet Music (1912) - Guitar, Sheet Musuc and Glass (ca. 1912) Bar Table with Guitar (1913) - Still Life with Guitar (1922) . . |
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.