Monday, April 11, 2011

10 klukkur Archibald Knox


Arcibald Knox (1864-1933)  sleit barnsskóm sínum á eyjunni Mön. Árið 1897 flutti hann til London og fór fljótlega að teikna hluti fyrir Liberty verslunina sem var ein af höfuðstöðvum Art Nouveau í Bretlandi. Hann gerði hluti úr silfri og pjátri sem gjarnan voru skreyttir Keltneskum táknum, sem hann hafði mikið dálæti á, en hannaði einnig vefnað, veggfóður of leirvörur. Liberty verslunin hafði þá reglu að merkja ekki vörur með nafni höfundar, þessu mátti Knox una en  Liberty fjölskyldan bar sérstaka virðingu fyrir honum og þegar stofnandi verslunarinnar Arthur Liberty lést var Knox falið að hanna legstein við gröf hans. Árið 2006 voru stofnuð samtök sem munu kynna list Knox og stuðla að því að honum verði skipaður sá sess sem hann verðskuldar.

Hlutirnir hans eru allir svo fallegir að erfitt var að velja úr þeim svo vel færi. Þessar ótrúlega fallegu klukkur fara þó vel saman og sýna einstakt formskyn Knox og fjölhæfni. 

Á vefsíðu Archibald Knox samtakanna, er meira fallegt að sjá.




.
.

2 comments:

  1. Skemmtilegt blogg.. hef verið að fylgjast með núna í nokkurn tíma.. takktakk!

    ReplyDelete
  2. Kærar þakkir Dudua. Mér þykir mjög gaman að stússa við þetta og það er gaman að vita að einhver deilir því með mér. Takk.

    ReplyDelete

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.