Sunday, May 15, 2011

Hattar Hennar Hátignar

Elísabet II í gulu við hið konunglega brúðkaup. Silkiblóm á hattinum.
Þar sem Elísabet II Englandsdrottning  er - þar er fallegur hattur. Svona er þetta allanvegan í mínum huga og trúlega verður fleirum hugsað til hatta og Elísabetar II í sömu andrá. Þannig hefur þetta verið alla tíð. Drottningin er óvanalega djörf í litavali. Þegar ég hugsa til þjóðhöfðingja vestrænna landa sé ég fyrir mér hvítt, svart og blátt - birtu, myrkur, himin og haf. Elísabet II klæðist hinsvegar yfirleitt einhverjum af grunnlitunum - skærrautt, himinblátt, páskagult og jafnvel fjólublátt -  og gengur með flotta hatta. Auðvitað eru skiptar meiningar um smekkvísi hennar hátignar, sumir segja hana fremur lummó en aðrir benda á að hún leggi sig fram um að klæðast í stíl millistéttarinnar. Ég safnaði 38 myndum af henni við ýmiss tækifæri með 36 hatta og setti þær á Facebook síðuna svona rétt til að sjá úrvalið og gera upp hug minn. Myndirnar eru hér.
Myndirnar sem hér fylgja eru frá brúðkaupinu 29. apríl síðastliðinn. Drottningin klæddist skærgulu og gulum barðastórum hatti með samlitri skreytingu úr silki. Hanskarnir eru hvítir og skórnir samlitir veskinu.
Elísabet fæddist 21. apríl 1926. Við tign Englandsdrottningar tók hún 2. júní 1953 og er þjóðhöfðingi 125 miljón manna.

Elísabet II og Filippus prins skunda til brúðkaups.
 Flottir litir þarna saman komnir.
Drottning í gulu og Prins í svörtu.

Fleiri flottir hattar eru hér!
Myndirnar eru frá Let's Colour Project
.
.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.