Thursday, June 2, 2011

Bo Bedre - 50 ára gamall Íslendingavinur

Bo Bedre hefur lengi verið uppáhald Íslendinga. Allt frá því að blaðið hóf göngu sína árið 1961 hefur það verið selt til Íslands. Bo Bedre var verðug viðbót við þá menningu Íslendinga sem nefndist "dönsku blöðin". Allir Íslendingar vissu að þegar þessi tvö orð voru sögð saman var átt við tímaritin Familie Journal, HjemmetFemina, og Alt for Damerne. Síðan slóst Bo Bedre í hópin og e.t.v. einhver fleiri .

"Dönsku blöðin" eru enn í fullu fjöri og nota meira að segja sömu lógó og í "den tidt".
Íslendingar féllu sem sagt fyrir Bo Bedre. Blaðið seldist alltaf upp og bókaverslanir voru farnar að taka blaðið frá fyrir fasta kúnna - einskonar áskrift. Jólablaðið var einkar vinsælt, það var geymt með jólaskrautinu og Bo Bedre kom með jólunum til að baka og gera jólaskraut eftir - helst nokkrir árgangar. Og Bo Bedre er ennþá vinsælt, enda mjög gott blað og laust við öfga.
Bo Bedre á afmæli í ár - það er hálfrar aldar gamalt. Hvað hefur breyst á þessum tíma, eru ekki gamlar forsíður óskaplega púkalegar og gamaldags? Til að kanna það eru hér 14 forsíður - fyrsta janúarblað og síðasta jólablað hvers áratugar frá 1961.  Margt má úr þessum myndum lesa en skoði nú hver fyrir sig, hvort sem áhugi er fyrir framsetningu og leturgerð, innanstokksmunum eða jafnvel stöðu kvenna. Eitt er þó hægt segja um Dani með vissu - þeir eru samir við sig hvort sem litið er til ársins 1961 eða 2011. Hvaða litur er t.d. á veggjunum þessi 50 ár sem myndirnar spanna? 


 Myndirnar eru af vefsíðu Bo Bedre. Hér er hægt að skoða allar forsíður blaðsins 1961-1999.
.
.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.