Friday, December 9, 2011

Vængjaðir bollar og hversdagshlutir Rebeccu Wilson


Brotin gulli sleginn bolli á gólfinu 
Memoria; 100 Cups of Tea, Never To Be…Gulli sleginn tebolli liggur brotinn á gólfinu - yfir sveimar sál hans í líki 100 vængjaðra tebolla úr postulíni. Í hverjum englabolla vakir örlítill ljósgeisli sem lýsir veginn.
Á þessa leið útskýrir Rebecca Wilson verkið sem hún nefnir ”Memoria; 100 Cups of Tea, Never To Be…”. Vængjuðu bollarnir eru handgerðir og hengdir upp með ljósleiðara.



Vængjaður herskari 100 "Englabolla" sveimar yfir brotunum

 ‘A Wee Bit of Light Relief ‘ er einnig gert úr postulíni. Ýmsir hlutir sem við umgöngumst daglega eru endurgerðir og hengdir upp í þyrpingu. Í dagsbirtu er skugginn inni í þyrpingunni en þegar kveikt er á ljósinu er hann utan á henni. Við hreyfingu klingir í postulíninu.

Hversdagslegir hlutir úr postulíni



No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.