Baltensweiler 600 |
Rico og Rosmarie Baltensweiler stofnuðu Baltensweiler Lighting í sviss árið 1951. Rosmarie nam hönnun hjá Max Bill, einum þekktasta hönnuði Bauhaus tímabilsins, Rico var verkfræðingur. Hönnun og tæknileg lausn lampana ber þessa samstarfs fagur- og verkfræði greinileg merki.
Lampana framleiddu þau á vinnustofu sinni í Luzern þar til Knoll tryggði sér framleiðsluréttinn árið 1956. Það sama ár notaði Le Corbusier "600" lampann á sýningu og þar með var leiðin að alþjóðlegri viðurkenningu lögð.
Baltensweiler 60 lampi til vinstri - Skermur og undirstaða 600 lampa til hægri |
Baltensweiler Minilux - hann getur einnig staðið eins og hér er sýnt |
Baltensweiler 300 lampinn er einnig mjög glæsilegur, mynd hér. Það er athyglisvert að bera hann saman við Flower pot lampan eftir Verner Panton - til gamans.
Myndir: af vef Baltensweiler Lighting, Marc Oliver, Flicr
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.