Monday, January 16, 2012

Baltensweiler lampar

Baltensweiler 600 

Rico og Rosmarie Baltensweiler stofnuðu Baltensweiler Lighting í sviss árið 1951. Rosmarie nam hönnun hjá Max Bill, einum þekktasta hönnuði Bauhaus tímabilsins, Rico var verkfræðingur. Hönnun og tæknileg lausn lampana ber þessa samstarfs fagur- og verkfræði greinileg merki.
Lampana framleiddu þau á vinnustofu sinni í Luzern þar til Knoll tryggði sér framleiðsluréttinn árið 1956. Það sama ár notaði Le Corbusier "600" lampann á sýningu og þar með var leiðin að alþjóðlegri viðurkenningu lögð.
Baltensweiler 60 lampi til vinstri - Skermur og undirstaða 600 lampa til hægri

Baltensweiler Minilux - hann getur einnig staðið eins og hér er sýnt

Baltensweiler 300 lampinn er einnig mjög glæsilegur, mynd hér. Það er athyglisvert að bera hann saman við Flower pot lampan eftir Verner Panton - til gamans.

Myndir: af vef Baltensweiler Lighting, Marc Oliver, Flicr





No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.