Acapulco stóllinn frá 1950 er eitt af kennimerkjum borgarinnar sem hann er nefndur eftir. Þennan stól hefur margt heimsþekkt glæsimennið vermt því Acapulco var lengi samkomustaður Hollywood þotuliðsins og annara fyrirmenna eins og Frank Sinatra. Elvis Presley, John Wayne og Kennedy hjóanna, svo fáeinir séu til gamans nefndir.
Stóllinn er hugvitsamlega hannaður og hefur allt til að bera sem góðri hönnun sæmir. Hann er léttur og fallegur, hentar hvar sem er inni eða úti, það er þægilegt að sitja í honum og hann er ákaflega framleiðsluvænn enda er smíði hans einskonar heimilisiðnaður í Mexíkó.
Höfundur Acapulco stólsinns er óþekktur og þess vegna litlar hömlur á því hver má smíða hann. Margir hafa notfært sér þetta og hafið framleiðslu hans. Afbrygði eru mörg, allt frá því að vera upphaflega stólnum trú til þess að vera nýr stóll innblásinn af honum.
Acapulco stóllinn er annar tveggja sem eiga síðu á Facebook, hinn er stóllinn Gingko sem fjallað var um hér.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.