Thursday, February 9, 2012

Reykjavík 1770-1872

Reykjavík í 102 ár 
 1770-1872
Bókin "Reykjavík fyrr og nú" var gefin út af Ísafoldarprentsmiðju í samvinnu við Reykvíkingafélagið, árið 1948. Vilhjálmur Þ. Gíslason ritar formála um vöxt bæjarins, sem er bæði fræðandi og skemmtileg lesning. Í bókinni eru 188 myndir, málaðar, teikningar og ljósmyndir, sem gefa góða mynd af mannlífi og þróun bæjarins sem nú er höfuðborg Íslands. 
Þessar myndir úr bókinni  sýna þróun bæjarins frá 1770 til 1872. Þær eru flestar úr safni Dr. Jóns Helgasonar Biskups. 
Til að gera sér grein fyrir stærð bæjarins má hafa í huga að árið 1703 eru íbúar 111, árið 1801 eru þeir 600 og árið 1901 eru þeir 6,321. Íbúar Reykjavíkur voru rúmlega 119,000 árið 2011 og á höfuðborgarsvæðinu öllu voru þeir um 202,000.

Reykjavík 1770
Reykjavík 1790

Reykjavík 1809
Reykjavík 1820

Reykjavík 1836
Reykjavík 1872

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.