Vinnustofa meistarans - teikning af stól sem ekki er í framleiðslu. |
Nýlega var hús danska húsganaarkiteksins Börge Mogensen (1914-1972) selt Ole Paustian, stofnanda verslunarinnar Paustian í Kaupmannahöfn. Salan er umdeild því margir Danir eru þeirrar skoðunar að húsið eigi að vera í almannaeign, það hafi sögulegt gildi sem heimili og vinnustofa eins virtasta húsgagnaarkitekts landsins og í því sé að finna frumsmíðar margra húsgagna, sem seld voru með húsinu. Einnig er gagnrýnt að ekki sé hægt að friða húsið samkvæmt dönskum lögum. Eigandinn getur því farið með hús og innbú eins og honum sýnist.
Börge Mogensen |
Það er forvitnilegt að skyggnast inn á heimili Börge Mogensen í Gentofte. Húsgögnin eru flest gamlir kunningjar sem flestir þekkja einhvers staðar frá. Hönnun Börge Mogensen er svo samofin menningu og umhverfi Norðurlandabúa að það er eins og maður hafi komið inn í þetta hús áður og allt smelli átakalaust saman.
En hönnun var ekki átakalaus fyrir Börge Mogensen - þvert á móti. Um það má fræðast í bók Thomas Mogensen sonar hans "Et fuld möbleret liv" þar sem hann segir frá eldhuganum, list hans og sigrum, vandamálum, og fjölskyldunni. Þeir sem hafa lesið bókina munu vafalaust skoða sig um í þessu húsi og velta fyrir sér fleiru en hönnun.
Vonandi eru upplýsingarnar um húsgögnin réttar, þær eru a.m.k. gerðar eftir bestu getu og verða lagfærðar ef ábendingar berast.
Í garðstofunni: Mest seldi stóll Danmerkur; "Folkestolen" J39, hannaður 1947 |
Börge hannaði "Spænska stólinn" árið 1958. Ljósu stólarnir tveir eru frumsmíði, sá dökki er einn af 100 afmælis-eintökum í tilefni 50 ára afmælis stólsins. |
Við arinn: Fundastóll 3245 frá 1962 - Við borð: Stóll 3237 frá 1964
Arinstofan: Sófinn var hannaður fyrir arinstofuna 1962, í dag er hann einn af þekktustu sófum heims
Til vinstri: Sófi 2213 hannaður með þennan stað í huga árið 1962 - Neðst t.h: Skeljarstóllinn 1949. |
Borðstofan: Ýmsar gerðir af J39 stólnum, innbyggðir myndarammar og PH lampi.
Eldhús og borðstofa
Eldhús og borðstofa |
Borðstofan og vinnurými |
Eldhúsið |
Vinnustofan: Borðið gæti verið hannað fyrir Söborg 1952
Garðstofan: Rimlasófinn, hannaður 1945 fór ekki í framleiðslu fyrr en árið 1965
Í garðstofunni - frumsmíði af "Jagtstolen" frá 1950 |
Húsið í Gentofte - 124 fermetra íbúð og 104 fermetra vinnustofa á neðri hæðinni |
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.