Monday, May 21, 2012

Lífræn list





Port Salut upp á sitt besta

Einu sinni deildi ég vinnustofu með vinkonu minni sem gerir allt að list - sama hvað er. Eitt af áhugamálum hennar á þessum tíma var að fylgjast með allskonar lífrænum hlutum þroskast . Tilraunirnar voru gerðar í sameiginlegri kaffistofu 10 eða 12 listamanna sem sýndu þessu mikið umburðarlyndi. Lífræn list er nefnilega síbreytileg, höfðar til allra skynfæra okkar og krefst mikillar þolinmæði - ekki síst þolinmæði áhorfandans Tökum dæmi:  Þroskaferli Port Salut osts sem stendur út í glugga í marga daga - bragð, lykt, ásýnd og þroskaskeið  - mikið sjónarspil en á köflum næstum því óbærilegt, sérstaklega lyktin! Egg, ávextir, melóna sem sprakk í loft upp í orðsins fyllstu merkingu, það var allt prófað. 
Mér varð hugsað til þessa tíma þegar ég sá þessa banana með myndverkum sem þroskast með þeim og hverfa að lokum.  Aðferðinni svipar til koparstungu og það er einmitt eitt af því sem vinkona mín fæst við. Höfundur bananaverksins, Phil Hansen,  líkir aðferðinni, hinsvegar, við húðflúr - hýðisflúr? - sem á vel við í þessu tilfelli. Hann fæst einnig við fleira sem skoða má og sækja á vefsíðuna philinthewhaaat.com 
Tattóveraðir bananar

Via: designboom.com

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.