Tuesday, June 26, 2012

Fjölhæfir blaðsneplar

Árið 1968 bjó apótekari nokkur til lím sem sem hægt var að nota aftur og aftur. Hann kynnti límið á ýmsan hátt, m.a. fyrir risa-fyrirtækinu 3M sem sýndi því lítinn áhuga. Starfsbróðir apótekarans, sem hafði sótt eina af kynningum hans, fékk þá hugmynd að setja límið á blaðsnepla sem hann notaði sem bókamerki í sálmabókina sína. Hann hafði síðar samband við 3M sem tók þátt í að þróa hugmyndina áfram. Upphafsmaður hugmyndarinnar fékk því aldrei neitt í sinn hlut fyrir hana. Ljótt er að heyra - og meira að segja sálmabók með í plottinu! - en svona gengur þetta stundum fyrir sig, jafnvel hjá fyrirtækjum sem þykjast vönd að virðingu sinni.  Post-it var markaðssett árið 1977 og sigurgangan var hafin. 


Post- it er notað til ótrúlegustu hluta



No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.