Frá sýningunni í Spark | Design Space við Klapparstíg 33 |
Hér á síðunni hefur áður verið haft orð því að áhugavert væri að sjá hönnuði og handverksmenn opna vinnustofur sem smíða húsgögn og tengda gripi, samsvarandi því sem nefnt er "Design and craftsman". Margt bendir til þess að grundvöllur væri fyrir slíku, hér eru færir hönnuðir, sumir hverjir sem hafa lært handverk, og aukin áhugi fyrir námi í húsgagnasmíði og verkefnin sem nemarnir skila bendir til þess að eitthvað áhugavert sé að gerjast á þessu sviði.
Um þessar mundir stendur yfir sýning í Spark Design Space við Klapparstíg 33, sem er ágætt dæmi um svona samvinnu. Þar sýna tveir Sænskir hönnuðir húsgögn sem þeir hanna og smíða sjálfir.
Þeir OLLE & STEPHAN útskrifuðust frá Carl Malmsten skólanum í Stokkhólmi árið 2008 og hafa starfað saman síðan. Þeir segja: „ Handverkið hefur spilað æ mikilvægara hlutverk í verkefnum okkar og hönnunin snýst jafn mikið um að smíða á vinnustofunni eins og að teikna á blað“: „Við kynnum okkur og nýtum gamalgróna tækni og aðferðir og beitum þeim í nútímalegu samhengi. Þar sem við leitum innblásturs í hefðbundna trésmíða hefð og getum ekki hugsað okkur lífið án verkstæðisins má líklega kalla okkur handverksmenn.“
Þeir OLLE & STEPHAN útskrifuðust frá Carl Malmsten skólanum í Stokkhólmi árið 2008 og hafa starfað saman síðan. Þeir segja: „ Handverkið hefur spilað æ mikilvægara hlutverk í verkefnum okkar og hönnunin snýst jafn mikið um að smíða á vinnustofunni eins og að teikna á blað“: „Við kynnum okkur og nýtum gamalgróna tækni og aðferðir og beitum þeim í nútímalegu samhengi. Þar sem við leitum innblásturs í hefðbundna trésmíða hefð og getum ekki hugsað okkur lífið án verkstæðisins má líklega kalla okkur handverksmenn.“
Carl Malmsten (1888-1972) lagði grunninn að skólanum, sem nefndur er eftir honum, árið 1930. Malmsten lagði ríka áherslu á handverk jafnt sem hönnun og hefur skólinn alla tíð verið trúr þeirri hugsjón. Leó Jóhannsson er deildarstjóri húsgagnadeildar skólans.
Smáatriði og frágangur sem aðeins fæst með alúð og vönduðu handverki |
Fallegir búkkar eru smíðaðir í mörgum hæðum; þeir nýtast einnig sem sæti |
Stólar eitthvað nafn hafa þeir vafalaust en þau vantar á síðuna hjá þeim félögum |
Stóll, borð, hillur og lampi; allt smíðað af hönnuðunum sjálfum |
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.