Monday, July 2, 2012

Stólar til að horfa á


„Í húsi mínu eru þrír stólar; einn fyrir einveru, 
tveir fyrir vinskap og þrír fyrir félagsskap“ 
Henry David Thoreau (1817-1862)
Frá því að maðurinn reis upp á afturfæturna virðist sem hann hafi leitað af einhverju hentugu til að setjast aftur niður á. Stóll er því það húsgagn sem manninum er næst og jafnframt það húsgagn sem mest er smíðað af í heiminum. 
Ekki eru allir stólar hannaðir til að sitja á því stundum gegna þeir fyrst og fremst geometriskru hlutverki í rýminu eða  hlutverki sem ekki er augljóst við fyrstu sýn. Hill House stóll (h.1904) Charles Rennie Macintosh (1868-1928) var t.d. aðallega til skrauts og til að leggja föt á þar sem hann stóð milli fataskápa í svefnherbergi eigandans. 
Frank Lloyd Wright (1867-1959) sagði um stóla sína: "Sem betur fer þarf ég ekki sitja lengi í þeim !"  Þetta er þó ekki alveg sanngjarnt því að í skrifstofubyggingum Wrights eru stólar sem hann lagði sig fram um að gera þægilega. Það er svo álitamál hvernig til tókst og hvort réði á endanum - form eða þægindi.
Þetta er allt gott og vel - stólar sem ekki á að sitja á mega vera óþægilegir - en spurningin er þessi: Er stóll sem ekki á að sitja á stóll?

Borðstofa í húsi Frank Lloyd Wright
Ekki virðast nú sætin beinlínis þægileg en hann lét sig, og fjölskylduna hafa það formsins vegna
Húsgögn fyrir Jonson Wax 1936 - fallegustu skrifstofuhúsgögn allra tíma..?
Frank Lloyd Wright
Húsgögn fyrir Burberry - tillaga að stöðluðum einingum, 1955 - þægileg..?
Frank Lloyd Wright 

Hill House stóllinn (1904) á sínum upprunalega stað
mynd

Hill House stóllinn 1904 - stóll fyrir föt (og augu)
Charles Rennie Macintosh




No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.