Wednesday, August 8, 2012

Nettar hillur frá Pétursborg



Nenuphar hillur
Krossviður, snitteinar og vængjarær  og organisk form
Í Pétursborg fást hönnuðirnir Egor Kraft,  Lesha Galkin og Karina Eibatova við iðnhönnun, grafík, myndskreytingar og margmiðlun undir heitinu Dopludo Collective
Þau segja uppruna nafsins vera "deux plus deux" (tveir plús tveir) - formúlu sem þau gangi að með opnum hug - útkoman geti þess vegna orðið 2+2=5. 
Þessar einstaklega nettu og hugvitsamlegu hillur eru eftir Lesha Galkin í samvinnu við hópinn. Efnið er einfalt: krossviður, fura, snitteinar og vængjarær.


Hugvitsamlega samsett 
Eifalt og nett


Modular hillur
 Uppistaðan líkist Boomerang og nýtist á tvo vegu
Hillur úr furu og burðarhlutar úr krossvið
Fíngerðar samsetningar og sama uppistaðan myndar tvær hæðir

Myndir og tenglar hér að ofan: behance
Heimasíða Dopludo Collective

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.