Afgreiðslan setur tóninn fyrir það sem innan hennar tekur við |
Vinnustaðir Google bera einkenni landsins sem þeir eru í. Í Sviss eru lyftuklefar úr skíðalyftum notaðir sem vinnustöðvar , í Svíþjóð ríkir birta og litagleði og í London nútímaleg ensk hönnun. Fyrir ókunnuga eiga þó vinnustaðir Google eitt sameiginlegt : þar virðist ríkja mikil óreiða. Öllu ægir saman - húsgögnin eru ósamstæð, rýmin eru óvenjuleg, allt er frekar hrátt og sums staðar skrifar starfsfólkið jafnvel skilaboð á veggina.
Þrátt fyrir þetta er eitthvað aðlaðandi við vinnustaði Google, enda er sannleikurinn er sá að nákvæmlega svona vill starfsfólkið hafa þá, enda tekur það ríkan þátt í hönnuninni. Þetta er sem sagt skipulögð óreiða.
Á myndunum ber að líta nýlegan Google vinnustað í Moskvu, Hér eru svo nokkrir tenglar fyrir þá sem vilja ferðast: Stokkhólmur, Mílanó, Madríd og Zurich og svo pistill hér á H+H um London.
Hönnunarstofan Camenzind Evolution er ábyrg fyrir hönnum flestra þessara vinnustaða.
Google gefur starfsfólki lausan tauminn, hér má þurrka þvottinn sinn eða leika borðtennis í frjálslegu umhverfinu
Frjáls eins og fuglinn... |
Frumlegar merkingar og stór opin rými |
Babúskur baka rússneskar pönnukökur
Fundarstaðir eru afar óformlegir og af ýmsum gerðum.
Flestar myndirnar eru héðan.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.