Franklin háborð - Fatahengi
|
Boca do Lobo, sem tók til starfa árið 2005, vakti fljótlega athygli fyrir frumlega hönnun sem nú hefur gert það að einu þekktasta fyrirtæki á sínu sviði í Portúgal.
Skrautlegt |
Hlutirnir eru hannaðir hjá Menina Design Group sem hefur tileinkað sér vinnuaðferðina "Design Thinking" sem rutt hefur sér rúm undanfarið. Hvort sem það er aðferðinni að þakka eða einhverju öðru þá fer ekki á milli mála að hönnunarteymið hefur þjónað Boca do Lobo vel og annaðhvort uppfyllt þörf sem fyrir var á markaðnum eða skapað nýja, því vörurnar seljast vel.
Hönnunin er djörf, þar ægir saman öllum mögulegum stílbrögðum, sem er athyglisvert í ljósi þess að margir hlutana eru hannaðir á sama tíma og minimalismi er ríkjandi um allan heim. En jafnvel hörðustu áhangendur þeirrar stefnu virðast njóta skreytilistar Boca do Lobo og húsgögnin má sjá á ólíklegustu stöðum.
Engin stefna er eilíf - ein stefna leiðir til annarar. Skreytilist er stefnt gegn minimalisma líkt og Memphis var stefnt gegn modernisma. Boca do Lobo húsgögnin eru af þessum toga og það verður fróðlegt að sjá hver þróunin verður.
Boca do Lobo segir húsgögnin svo einstök að eigandinn bindist þeim tilfinningaböndum, enda sýni handverksmennirnir hverju og einu þeirra umhyggju sem væru þau þeirra eigin.
Heritage skápar - handmálaðar postulínsflísar í mörgum lögum
segja sögur um gamlar byggingar og ævintýri
|
Soho borð - speglar, svart gler, skúffur og handunnið skraut af ýmsu tagi
|
Útfærslur Boca do Lobo eru skrautlegar
|
Palace skápur - mahoní og háglans lakk
|
Brooklyn barskápur - leður og lakk
|
Versailles sófi - marmari gerður af meistarans höndum
|
Millionaire öryggisskápur - ekta gull
|
Melrose borð m. spegli
|
Soho skápar - kaupandinn velur saman skúffur og hurðir
|
Guggenheim skapar - palisander eða rósaviður
|
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.