Wednesday, August 1, 2012

Klukkur Georges Nelsons


Asterik klukka Georgs Nelsons og Eames stóll LWC sóma sér vel saman



Eftir George Nelson (1908–1986) liggja mörg þekktustu íkon bandarísks módernisma. Hann var samtímis; hönnunarstjóri Hermann Miller, ritstjóri, kennari og afkastamikill hönnuður. Hjá Hemann Miller þróaði hann,  ásamt Robert Propst, fyrstu húsgögnin sem sérstaklega voru gerð fyrir opin vinnusvæði - Action Office - og lagði línurnar að þróun sem átti eftir að breyta vinnuháttum um alla veröld. Hann var vinsæll yfirmaður og þekktur fyrir að  gefa starfsfólki frjálsar hendur. Hér má lesa aðeins um lítillæti hans í garð annara hönnuða.
Verk hans voru af öllum stærðum. 1947-1950 teiknaði hann yfir 150 klukkur af ýmsum gerðum fyrir framleiðandann Howard Miller. Klukkurnar voru með rafknúnu gangverki, sumum var hreinlega stungið í samband við rafmagn en aðrar voru með kvarts gangverki sem gekk fyrir rafhlöðum. Miller hætti framleiðslunni 1980 en 10 árum síðar tók Vitra hana upp á ný og þar eru nokkrar þeirra nú fáanlegar. 
Hér eru nokkrar klukkur sem ég gúgglaði og setti saman í mynd. Af klukkuhönnun Georges má læra það að einlægur hönnuður sinnir öllu, stóru og smáu.

Hér er pistill um annan klukkuhönnuð.
Nokkrar klukkur eftir George Nelson

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.