Tuesday, December 18, 2012

L+W - hornrétt, mjúk og ávöl form

T-stafur, U-stafur og U-stafur - hannaðir til að létta ömmum sporin (2012)
Lanzavecchia + Wai (L+W) er teiknistofa Francescu Lanzavecchia and Hunn Wai. "Hönnuður gegnir hlutverki verkfræðings, rannsóknar-, handverks- og sögumanns." segja þau, og gera sér far um að uppfylla þessa sýn. 
Leiðir þeirra lágu saman þegar þau stunduðu mastersnám í vöruhönnun við Akademíuna í Eindhoven í Hollandi en bakgrunnur þeirra er ólíkur og alþjóðlegur - Wai lauk BA námi sínu í Singapúr en Lanzavecchia í Mílanó. Að loknu MA náminu voru þau gestanemendur við danskan skóla og þar ákváðu þau að rugla saman reitum og stofnuðu vinnustofuna L+W.
Það ríkir gleði í verkum þeirra og framsetningin er skemmtileg. Blandað er saman allskonar formum og efnum sem eru í senn  hörð, hornrétt, mjúk og ávöl. Sumum hlutunum er ætlað að auðvelda líf notandans en öðrum að hressa upp á umhverfið og gleðja augað - en það auðveldar fólki líka lífið, þó á annan hátt sé.
Hér eru myndir af nokkrum verka L+W. Meira á vefsíðu þeirra.
"Assunta" stóll sem auðvelt er að standa upp úr (2012) - "Tre di Una" stóll (2007)
"Wood X Plastic" hillur (2007) - "MonoLight" stækkunargler með ljósi (2012)

"Leone Series 1" lampar (2011)
"Ping Pong" matarborð (2009)
"Fragmented Cabinets 01" hirslur (2009)


No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.