Thursday, January 3, 2013

Studio Job - Dulræn húsgögn

Hætt er við að þessi klukka gefi tilefni til að skoða tímann í víðara samhengi en sjö mínútur yfir tíu. Inni í henni er svo leynihólf sem geymir minjagrip sérhannaðan af Studio Job

Lífið er ein allsherjar gáta sem við leitum stöðugt svara við. Ekki bætir úr skák að stundum er gátan sett fram í táknmáli af ýmsum toga. Hér eu t.d. húsgögn sem þakin eru dularfullu táknmáli sem málað er á kistil, klukku og skáp. Hvort þetta táknmál inniheldur eitthvað svar við lífsgátunni skal ósagt látið en eitthvað er væntanlega hægt að lesa úr því - hvað sem það nú er. Túlki hver fyrir sig.
Húsgögnin dularfullu, sem nefnast “Altdeutsche Möbel”, eru hönnuð af tvíeykinu Job Smeets and Nynke Tynagel sjá Studio Job í Hollandi fyrir moooi sem getið hefur sér gott orð fyrir frumleg húsgögn. Aðalhönnuður moooi hefur lengst af verið annar af stofnendum verslunarinnar,  Marcel Wanders,  en nú hafa fleiri hönnuðir bæst í hópinn. 
Hönnunin er innblásin af fornum Þýskum húsgögnum sem skörtuðu táknum af ýmsum toga, sem sögðu sögur og gáfu tilefni til allskonar vangaveltna. Þau voru oftast smíðuð úr eik og skreytingin mótuð í viðinn. Húsgögn Studio Job eru, hinsvegar, smíðuð úr furu sem táknmálið er handmálað á. 


“Altdeutsche Möbel". Kistill, klukka og skápur.
Tákn og tilvísanir af ýmsu tagi - kross, lyklar, flugur og teningar sem samtals telja 26 eða 7667 eða…eða…

Tannhjól, bananar, fjögra blaða smári, örryggisnælur og matur - gott veganesti - en hvað skyldu hauskúpurnar tákna?


Via: homedit.com & moooi.com/
Tengill artsy.net á verk Marcel Wanders


No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.