|
Safari stóll Kaare Klint er sennilega best þekkta afbrigðið |
|
Þverslárnar hengja allt saman |
Stóllinn gengur undir tveimur nöfnum: Nýlendu- og Safaristóllinn. Bæði nöfnin benda til uppruna hans en hann var hannaður fyrir enska herforingja sem þjónuðu í Indlandi. Hann er léttur og einfalt er að taka hann í sundur í tólf hluta sem auðvelt er að flytja. Uppbygging er einföld - sex þverslár sem mjókka til endana og falla í göt í fótunum. Bak, seta og leðuról draga svo hlutana saman þegar setið er í stólnum - þeim mun betur sem notandinn er þyngri. Þetta er snjöll lausn vegna þess að viðurinn er á hreyfingu og þegar hann dregst saman, t.d. í miklum hita, gengur hann einfaldlega lengra inn í gatið og stóllinn hangir alltaf saman.
Reyndar er misjafnt hve vel samsetningin virkar. Sumir stólarnir eru hannaðir þannig að setan togar stólinn sama á langveginn en bakið á þverveginn en á öðrum er setan fest á allar fjórar hliðarnar - hvort tveggja hefur sína kosti og galla.
Það er ekkert mjög þægilegt að sitja í þessum stól nema með púða á setunni.
|
Stóll Arne Norel - setan fest á fjórar hliðar |
Hönnuður upprunalega stólsins er ekki þekktur en stóllinn hefur veitt mörgum innblástur og til er fjöldi afbrigða, þar eru best þekktir stólar Kaare Klint (1933) og Arne Norel (ca.1960). Samsvarandi, en af allt öðrum toga, eru Wassily (1925) stóll Marcel Breuers og Basculant (1928) stóll Le Corbuiser, sem er reyndar hannaður af Charlotte Perriand sem vann með Corb. Annars er auðvelt að ímynda sér þennan stól meðal frumbyggja sem þurftu að nýta það sem hendi er næst án margra verkfæra, svo hann gæti át uppruna sinn að rekja langt aftur í aldir.
|
Sviss ættað afbrigði |
|
Le Corbusier - ekki hægt að fella saman en uppruni formsins er augljós |
|
Marcel Breuer - ýmislegt er sameiginlegt með Safari stólnum þó langt sé á milli |
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.