Maggie's Cancer Caring Centres eru endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir þá sem hafa fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Stöðvarnar eiga upphaf sitt að rekja til hönnuðarins og landslagsarkitektsins Maggie Keswick Jencks, sem gekkst sjálf undir krabbameinsmeðferð og fann hve erfitt er að afla upplýsinga um sjúkdóminn og andlegs stuðnings, sem er mikilvægt fyrir fólk í sem greinst hefur með krabbamein.
Sýn hennar var að koma upp byggingum á nágrenni sjúkrahúsa þar sem leita mætti upplýsinga og stuðnings hjá fagfólki. Athvarfs þar sem hver sem er getur komið hvenær sem er til að deila með öðrum og skapa sér aðstæður til að lifa lífinu til fulls í vinalegu umhverfi sem ekki minnir á sjúkrastofnun.
Maggí vann hörðum höndum að skipulagningu fyrsta stöðvarinnar sem opnaði í Edinborg árið 1996 - einu ári eftil andlát hennar. Stöðin er staðsett í endurbyggðu hesthúsi og hlöðu frá Viktoríutímabilinu. Hún er hönnuð af vini Maggíar, arkitektinum Richard Murphy, sem hannaði einnig stækkun við hana sem var opnuð 2001.
Sem hönnuður þekkti Maggí hver áhrif umhverfi getur haft á fólk og lagði mikla áherslu á að gott umhverfi væri bæði heilandi og sjálfsögð mannréttindi og hún fékk til liðs við sig færa arkitekta til að tryggja að Maggie´s stöðvarnar þjónuðu þessum þörfum.
Sem hönnuður þekkti Maggí hver áhrif umhverfi getur haft á fólk og lagði mikla áherslu á að gott umhverfi væri bæði heilandi og sjálfsögð mannréttindi og hún fékk til liðs við sig færa arkitekta til að tryggja að Maggie´s stöðvarnar þjónuðu þessum þörfum.
Eiginmaður Maggíar, Charles Jencks arkitekt og rithöfundur, hefur síðan haldið uppi merki hennar og fengið heimsfræga arkitekta til liðs við Maggie's stofnunina til að hanna stöðvar á Bretlandi og víðar svo brátt verða þær orðnar 23, allt frá Skotlandi til Hong Kong, og fleirri eru í undirbúningi. Auk þess hafa ýmiss önnur samtök komið á upp stöðvum víða um heim sem starfa í anda Maggie´s .
Um starfsemi Maggie´s Cancer Caring Centre mætti skrifa langa grein en hér er aðalega fjallað um byggingarnar. Á heimasíðu Maggie´s má nálgast meiri upplýsingar um starfsemi stöðvanna og þar er einnig hægt að sækja "A View From the Front Line" frásögn af baráttu Maggíar. Á vef The Guardian er mjög fróðleg grein sem segir í stuttu máli frá baráttukonunni Maggí, samtökunum og byggingarlistinni.
Sennilega hefur hvergi verið safnað saman jafn mörgum stjörnu-arkitektum til að vinna fyrir einn og sama aðilan. Til dæmis er Maggie´s Centre í Fife í Skotlandi fyrsta bygging sem reist er eftir Zaha Hadid á Bretlandi þrátt fyrir að teiknistofa hennar hafi starfað í London í mörg ár og Hadid fyrir löngu öðlast heimsfrægð fyrir verk sín. Í Dundee teiknaði Frank Gehry stöð sem opnaði 2003 og nú er hann að teikna aðra stöð í Hong Kong, í Aberdeen er norska teinistofan Snøhetta að teikna stöð og stöðina í Glasgow hannaði Rem Koolhaas (OMA). Allt heimsfrægar teiknistofur enda hafa byggingar Maggie´s hlotið fjölda verðlauna fyrir hönnun. Framhald............
Sennilega hefur hvergi verið safnað saman jafn mörgum stjörnu-arkitektum til að vinna fyrir einn og sama aðilan. Til dæmis er Maggie´s Centre í Fife í Skotlandi fyrsta bygging sem reist er eftir Zaha Hadid á Bretlandi þrátt fyrir að teiknistofa hennar hafi starfað í London í mörg ár og Hadid fyrir löngu öðlast heimsfrægð fyrir verk sín. Í Dundee teiknaði Frank Gehry stöð sem opnaði 2003 og nú er hann að teikna aðra stöð í Hong Kong, í Aberdeen er norska teinistofan Snøhetta að teikna stöð og stöðina í Glasgow hannaði Rem Koolhaas (OMA). Allt heimsfrægar teiknistofur enda hafa byggingar Maggie´s hlotið fjölda verðlauna fyrir hönnun. Framhald............
Allar byggingar Maggie´s lúta sömu lögmálum hvað skipulag varðar. Fyrirmæli til arkitektana eru einföld - samtals 12 blaðsíður sem teknar eru saman í lokin á einni og hálfri síðu. Rýmin eiga að stuðla að vellíðan notandans og vera eins björt og kostur er. Áríðandi er að það sjáist út í gróður, en þó ekki meira en svo að fólk finni að innirýmið "heldur utan um" það. Umhvefið á að vera heimilislegt, eldhús og kaffistofa miðpunktur alls og byggingin á að vera sérstök - eins og óskaheimili sem fólk hefur ekki lagt í að byggja en alltaf langað til. Síðast og ekki síst - fólki á að líða eins og það hafi átt stund með Maggie.
Maggie´s samtökin eru sjálfseignarstofnun sem rekin eru með frjálsum framlögum fyrirtækja og einstaklinga. Margir sjálfstæðir sjóðir leggja stofnuninni til fé og á meðal þeirra er Walk the Walk sem staðið hefur fyrir Moonwalk miðnæturgöngu á Íslandi.
Maggie´s Charing Cross, London
Arkitekt: Roger Strik Harbour (2009)
Maggie´s Glasgow
Arkitekt: Rem Koolhaas (2011)
Maggie´s Cheltenham
Arkitekt: Sir Richard MacCormac (2010). Endurhannað hús frá Viktoríutímabilinu.
Maggie´s Dundee
Arkitekt: Frank Gehry (2003)
Maggie´s Edinborg
Arkitekt: Richard Murphy (1996, stækkuð 2001)
Maggie´s Fife
Arkitekt: Zaha Hadit (2006)
Maggie´s Inverness
Arkitekt: David Page (2005)
Maggie´s Aberrdeen
Arkitekt: Snöhetta (opnar 2013)
Maggie´s Hong Kong
Arkitekt: Frank Gehry (í vinnslu)
Maggie´s Wales
Arkitekt: Kisho Kurokawa (2011)
Maggie´s Nottingham
Arkitekt: Piers Gough, Inanhússhönnun: Sir Paul Smith (2011)
Maggie´s Oxford
Arkitekt: Wilkinson Eyre (í vinnslu)
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.