Þessi stóll frá 1966 hangir saman á einföldu lögmáli - strekkt snúra og slá - líkt og sög úr viðar-ramma með snúru sem strekkir sagarblaðið, enda var það sögin sem gaf hönnuðinum hugmyndina.
Þetta er einskonar fellistóll - þegar hann er tekin í sundur, með því að slaka á snúrunni, er sköftunum fjórum og slánni rúllað inn í segldúkinn sem myndar sæti og bak og þá er hægt að bera hann undir hendinni eða á öxlinni á milli staða. Sundurtekinn telur hann átta sjálfstæða hluti; fjögur sköft, tvo segldúka, strekkislá og kaðall. Enginn málmur er í honum. Til að kóróna allt er þetta sennilega þægilegasti fellistóll sem völ er á.
Stóllinn er oftast nefndur "Sav stolen".
Hönnuðurinn og húsgagnasmiðurinn Ole Gjerlov-Knudson (f 1930) stundaði nám við Listiðnaðarskólann í Kaupmannahöfn þar sem hann varð síðar kennari og rektor við húsgagnadeild skólans 1967.
Losa snúruna og hann leysist upp í átta frumeiningar.
Myndir: lauritz.com
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.