Happdrætti DAS var stofnað 1954 og fór fyrsti útdráttur fram í júlí það ár. Dregnar voru út 6 bifreiðar af þeim 9 sem fluttar voru inn til landsins í það sinn, en á þessum tíma voru margskonar viðskiptahöft, boð og bönn í gildi sökum gjaldeyrisskorts.
Miðarnir voru prentaðir í fánalitunum.
Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi forseti landsins, tók við fyrsta miðanum sem seinna skilaði honum plötuspilara í vinning.
Á fyrst árunum voru vinningarnir af mörgu tagi s.s. glæsibifreiðar, góðhestar, trillur, landbúnaðartæki, farmiðar til utanlandsferða og seinna komu raðhús og einbýlishús. Fyrsta DAS-húsið dregið út áðið 1956, íbúð í raðhúsi við Ásgarði í Reykjavík, þá að verðmæti 350.000 krónur.
Húsin voru sýnd almenningi og reyndust sýningarnar svo vinsælar að takmarka þurfti aðgang sumar sýningarhelgar. Þetta voru merkilegar sýningar að því leyti að húsin voru sýnd fullbúin með nýjustu húsgögnum og vönduðum innréttingum. Þarna var því kjörið tækifæri til að sjá hvað var í tísku. Á veggjum voru oftast myndverk eftir Atla Már (höfund Ópal pakkans).
Töluvert af myndum er til frá sýningunum m.a. á vef Happdrættis DAS þaðan sem flestar meðfylgjandi myndir eru fengnar. Það er áhugavert að skyggnast inn í húsin og geta í húsbúnaðinn og hönnuði hans og eru þessar myndir verðmætar heimildir um slíkt. Skrifarinn sem hér situr kann ekki skil á öllu því sem er á myndunum - gaman væri ef þeir sem þekkja til einhvers sendu okkur línu svo bæta megi upplýsingum um hluti sem á þeim eru.
Einbýlishús við Reynilund í Garðabæ 1971
Stóll (Mini) og ljós Gunnars Magnússonar, Ruggustóll og borð eftir Helga Hallgrímsson, eikar skápur frá Kristján Siggeirsson hf.
Íbúð í fjölbýlishúsi við Nóatún Reykjavík 1959.
Rafha eldavél, Sindrastólar og borð, Hansa hillur, sandblásið gler, bólstraður skenkur með harðplasti og málm lista. Flottir lampar.
Hæð í tví- eða þríbýlishúsi í Safamýri í Reykjavík 1962 . Ofn í vinnuhæð, litir á skápum, tekktímabilioð hafið. |
Einbýlishús við Brúarflöt í Garðabæ 1970
Hæð í tvíbýlishúsi við Vogaland í Reykjavík 1972
Þorkell Guðmundsson: Stuðla skilrúm, raðsófi og (sennilega) borðsofuhúsgögn. Gunnar Magnússon: Apollo húsgögn. Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson: Hekla lampi.
Takk fyrir algjörlega frábært blogg! Datt hingað inn (hafði gúgglað húsgagnabólstrari) og kem alveg örugglega til með að bæta þessu bloggi inn á blogghringinn.
ReplyDeleteTakk fyrir mig!
Kv.
Vöruhönnuður
Design and ThingsJuly 21, 2013 at 5:06 PM
Gaman að heyra,kærar þakkir fyrir kommentið ;-)
Delete