Seaweed Collector eftir Sigurjón Axelsson |
Rendez-wood? verkefni nemenda í hönnun við Listaháskólann er einstaklega áhugavert, enda hefur það farið víða um bloggheima og fjölmiðla. Afrakstur þess er ekki aðeins fallegur heldur er öll úrlausn verkefnisins - hugmynda- og aðferðarfræði, vídeó, vefsíða og kynning - til fyrirmyndar hvar sem á er litið, enda stóð einvalalið að verkefninu. Nafnið Rendez-wood? er lika skemmtilegur orðaleikur með orðið „rendezvous" sem þýðir „stefnumót".
Verkefninu er lýst vel á vef Listaháskólans en þar segir:
„Ísland var skóglaust land í margar aldir eftir að kjarr og birkiskógar eyddust af völdum landnámsmanna. Nú í dag er skógrækt þó loksins komin vel á veg og fleiri tré eru gróðursett á ári miðað við höfðatölu þjóðar, en á nokkrum öðrum stað í heiminum. Spáð er að á komandi áratugum muni Ísland öðlast sjálfbærni í viðarframleiðslu og er því brýnt að hefja rannsókn á staðbundnum við og möguleikunum á notkun hans í hönnun.Á Rendez-wood? var sýnd röð verka ásamt kynningarefni á bæði- ljósmynda- og myndbandsformi en verkefnin eru öll innblásin af íslenskri náttúru og eiga það sameiginlegt að vinna með „low-tech“ og primitivísk konsemt þar sem einblínt er á þörf nútímamannsins til þess að tengjast náttúrunni enn á ný."
Þeir nemendur sem tóku þátt í verkefninu eru: Anna Guðmundsdóttir, Katrín Magnúsdóttir, Thelma Hrund Benediktsdóttir, Ágústa Sveinsdóttir, Búi Bjarmar Aðalsteinsson, Sigurjón Axelsson og Björk Gunnbjörnsdóttir.
Kennarar: Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Dögg Guðmundsdóttir og Hafsteinn Júlíusson. Fagstjóri í vöruhönnun er Garðar Eyjólfsson.
Kennarar: Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Dögg Guðmundsdóttir og Hafsteinn Júlíusson. Fagstjóri í vöruhönnun er Garðar Eyjólfsson.
Smellið á nafn höfundar til að fara á hans svæði á vef Rendez-wood? þar sem fræðast má um verkefnin. Vídeóin eru hæfilega stutt og segja heilmikið um verkin.
Björk Gunnbjörnsdóttir: GONE BAKING „ Hot spring baking experience"
Sigurjón Axelsson: SEAWEED COLLECTOR „A connection between two worlds"
Ágústa Sveinsdóttir: SPIL „Lowtech playful accessories"
|
Thelma Hrund Benediktsdóttir: STICK AROUND „Walking stick as a body rest" |
Búi Bjarmar Aðalsteinsson: VERY LIGHT „For a world in need of sustainable energy" |
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.