Gamlir skólastólar í smíðastofu Grenivíkurskóla 1. Í smíðastofunni - 2 og 4. Með vel þekktum félaga - 3. Stóllinn staflast mjög vel |
Um tíma mátti víða sjá svona stóla á flækingi en það er óvanalegt að sjá þá enn í notkun.
Gamlir en standa fyrir sínu þó ekki séu þeir samkvæmt stöðlum, enda enginn fullkomin skólastóll til. Þetta eru einfaldir en sterkir stólar, hæfilega þungir og þeir staflast vel. Sé litið á hlutföll sést að þeir henta ekki vel til setu við borð, til þess er of mikill halli á setu og baki, sethæð passar fullvöxnum (kannske voru fleiri stærðir) og hátt bakið veitir lítinn stuðning. Þetta eru hin dæmigerðu vandamál skólastóla allra tíma - einnig í dag. Til gamans er hér teikning sem sýnir tvær algengar stærðir nútíma skólastóla - Rautt= stór, blátt= miðlungs. Hér má sjá annan gamlan skólastól með forvitnileg hlutföll. |
Gamli skólinn í´Grenivík eftir Rögnvald Ólafsson 1925 |
Gamla skólahúsið í Grenivík var tekið í notkun árið 1925. Það var teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni (1884-1917) arkitekt. Í því voru tvær kennslustofur og samkomusalur með senu. Í þessu húsi var skólahald og samkomuhús Grýtubakkahrepps til 1981, nú er skrifstofa Grýtubakkahrepps þar til húsa.
Rögnvaldur var fyrsti Íslendingurinn sem nam byggingarlist og fyrsti nútíma húsameistarinn sem Íslendingar eignuðust. Meðal bygginga sem hann hannaði eru Pósthúsið í Reykjavík, Húsavíkurkirkja og Vífilsstaðahælið, ein mesta bygging landsins á þeim tíma, þar lést Rögnvaldur aðeins 43. að aldri árið 1917.
Hér er góð grein um Rögnvald Ólafsson eftir Gísla Sigurðsson í Morgunblaðinu 1973.
.
.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.