Á meðan nemendur í 7. bekk Valhúsaskóla unnu "Stólafjör" og flikkuðu upp á gamla stóla úr tilfallandi efni unnu 44 nemendur í 8. bekk grunnskóla, sem starfræktur er við Kolumbíuháskóla, að svipuðu verkefni. Þar var fjárhagur og aðstaða rýmri og því hægt að ganga enn lengra í fræðslunni.
Glæsileg skólahúsgögn hönnuð af unglingum fyrir unglinga Verkefnið Tools at Schools" var unnið í samvinnu við tvö heimsþekkt fyrirtæki, hönnunarstofuna Aruliden og húsgagnaframleiðandann Bernhardt Design. Það stóð í 25 vikur og skilaði undraverðum árangri. Aðstandendur verkefnisins fullyrða að allir skólar geti náð sama árangri með vönduðum undirbúningi. |
Fataskápar með segulspjaldi og póstlúgu á hurðinni - Viður og mildir litir gera húsgögnin hlýlegri |
Verkefnið sem lagt var fyrir nemendurna fólst í því að skoða og meta aðstæður og hluti sem þau umgengust í skólanum sínum og hanna svo kennslustofu framtíðarinnar eins og þau sjá hana. Ekkert smá verkefni.
Hirslan í borðplötunni rúmar ýmislegt t.d. blóm og bækur. Sæti stólsins er fjaðrandi og á grindinni er hægt að geyma ýmislegt. Verkefnið var sett upp í alvöru hönnunarferli, þarfagreining, rannsóknir, frumgerðir í skissum, 3vídd og módelsmíði. Hönnuðirnir leiðbeindu nemendunum og miðluðu upplýsingum og fróðleik um allt hvaðeina sem hönnun snertir. Framleiðandinn tók svo við og smíðaði hlutina sem börnin hönnuðu. Niðurstaðan er þessi glæsilegu húsgögn sem nú hafa verið sýnd á söfnum og sýningum og vakið mikla athygli á verkefninu. |
Stoltir hönnuðir við nýju skólahúsgögnin sín |
Hér er hægt að skoða nokkur áhugaverð myndbönd um verkefnið
.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.