Á pallinum er Sindrastóll frá 1962, við gluggan nýir stólar, skammel og borð Guðbjargar Magnúsdóttur. Fremst sést í sófa og borð eftir Guðbjörgu og fjærst glittir í Þórshamar Halldórs Hjálmarssonar. |
Eitt af því sem mikla athygli vekur á sýningu húsgagnaframleiðenda í Sjóminjasafninu á Granda er endurgerð H-5 Sindrastólsins eftir Ásgeir Einarsson, sem fjallað er um hér. Það eins og allir þurfi að máta þennan stól og sjá má æskuglampa í augum þeirra sem eldri eru þegar þeir minnast samveru sinnar við hann á árum áður, enda var hann vinsæl fermingargjöf og algengur á heimilum.
Það eru GÁ Húsgögn og Sólóhúsgögn sem framleiða stólinn í tilefni 50 ára afmælis hans. Hann er alíslenskur, öll smíði og bólstrun, meira að segja tapparnir undur fótunum og svo auðvitað gæruskinnið. Flottur.
Guðbjörg Magnúsdóttir hefur teiknað fallegt borð sem fer afar vel við stólinn. Hún hefur einnig teiknað fínt borð við Skötu og Þórshamar Halldórs Hjálmarssonar sem Sólóhúsgögn framleiðir.
Guðbjörg Magnúsdóttir hefur teiknað fallegt borð sem fer afar vel við stólinn. Hún hefur einnig teiknað fínt borð við Skötu og Þórshamar Halldórs Hjálmarssonar sem Sólóhúsgögn framleiðir.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.