Thursday, June 14, 2012

Brasilísk húsgagnalist - Rodrigo Almeida

Brasilísk hönnun er afar áhugaverð, einkanlega húsgagnahönnun. Suðræn sköpunargleði, návígi við efniviðinn og einstakt handverk gefur af sér afurð sem er ólík því sem við þekkjum hér norður frá. Á næstunni verður fjallað um nokkra brasilíska hönnuði hér á síðunni. Hér er sá fyrsti.
Bonfire skál - stál, leður, viður - 2010
Örlög Rodrigo  Almeida voru ráðin þegar hann las brasilíska tímaritið Arc Design fyrir átta árum og hugsaði með sér "Ég veit hvað mig langar til að gera". Hann langaði til að skapa húsgögn - ekki til fjöldaframleiðslu, heldur handgerð húsgögn laus við allar tæknilegar kröfur og höft fjöldaframleiðslunnar. 
Rodrigo hafnaði hefðbundinni skólagöngu og skóp sína menntun sjálfur með því að læra af öðrum og byggja ofan á kunnáttu sem hann hafði áður aflað sér. Fjölskylda Rodrigos býr á sveitabýli í norður Brasilíu þar sem hann lærði hann ýmislegt nytsamlegt  "Við þurftum sjálf að smíða ýmsa hluti, það var ódýrara og oft virkuðu þeir heimasmíðuðu best" segir hann og skilgreinir verk sín sem einhverskonar bland af hönnun,  list og handverki.
Það er óhætt að segja að verkin séu einstök á allan hátt - djörf og litrík gerð úr nánast öllu sem hönd festir á, tré, textíl, járni og jafnvel matvælum - innblásin af suðrænni menningu.
Hönnuðurinn ungi vakti strax mikla athygli fyrir verkin sem hlotið hafa margar viðurkenningar.

Cintur stóll - stál, leður belti - 2007

África stóll - stál, reipi - 2006
Concreta stóll - viður, textíll, reipi - 2009
                 Rabbit Lamp & Gorilla Lamp - hlaupaskór, leikfang, LAD ljós - 2005
Bichos kollar - krókódílaskinn, pappír, nautahúð, textíl - 2009
Rei & Kawakubo stólar - viður, textíl, plastik - 2010


No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.