Kossaflens "Filematologia" í Fabbrica del Vapore, Apríl 2012
|
Karl og kona sitja á Panton stólum og eru að gera hvað? Verkið nefnist "Filematologia" en það munu vera vísindi sem fjalla um kossa frá sjónarmiði líffræðinnar. Hér er stuttur texti sem skýrir innihald verksins. Þeir sem vilja sökkva sér í líffræði kossa geta skoðað krækjurnar hér að neðan :-)
Verkið var á samsýningu ungra hönnuða í Fabbrica del Vapore, gamalli verksmiðju sem framleiddi sporvagna, í Mílanó. Húsakosti verksmiðjunnar hefur nú verið breytt í listasmiðju fyrir unga listamenn - listasetur æskunnar - með góðri vinnuaðstöðu og sýningarsvæði. Reglulaega er boðið til viðburða sem sýna þann gríðarlega sköpunarkraft sem leysist úr læðingi þegar ungu fólki er sköpuð viðunandi aðstaða til að vinna að hugðarefnum sínum.
Nokkur áhugaverð verkefni frá verða sýndar hér á síðunni á næstunni. Á þessu myndbandi sést sýningarsvæðið og Alessandro Mendini segir frá verkefninu, mjög áhugavert jafnvel þó maður skilji ekki Ítölsku.
Hér er annað verkefni frá Fabbrica del Vapore.
Hér er annað verkefni frá Fabbrica del Vapore.
Hann og hún sitja á "Hennar stól og Hans stól" og gera sig klár í kossinn.
|
Romeo of Júlía - Rómantískasti koss allra tíma?
Verk: Enski málarinn Frank Bernard Dikcksee
|
Blákaldar staðreyndir um kossa:
Pilemathology Made Easy
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.