Hæ, ég er að reyna að gera mér grein fyrir því hvort tími gefst til að halda áfram að blogga hér. Það er skemmtilegt en töluverð vinna að standa í þessu en nú er líka meira að gera í vinnunni og hún verður að hafa forgang.
Þetta hefur aðallega verið gert til að stytta mér stundir og deila með öðrum en þegar langt er á milli færslna verður síðan ekki lifandi og þá eins gott að gera upp hug sinn og annað hvort finna tíma til að halda áfram eða láta staðar numið. Tek mér að minnsta kosti frí í nokkra mánuði til að hugsa málið.
Engin breyting verður á Facebook síðunni, hún verður áfram í gangi með reglulegum póstum. Sama á við um Pinterest, þar verður haldið áfram að safna saman hlutum og tenglum á íslenska hönnuði.
Takk til allra sem litið hafa við á síðunni, vonandi hefur einhver hafi haft gaman af.
Hér er svo netfangið ef einhver vill hafa samband: honnunoghlutir@gmx.com
Wednesday, April 23, 2014
Thursday, January 16, 2014
Rendez-wood? í Listaháskólanum
Seaweed Collector eftir Sigurjón Axelsson |
Rendez-wood? verkefni nemenda í hönnun við Listaháskólann er einstaklega áhugavert, enda hefur það farið víða um bloggheima og fjölmiðla. Afrakstur þess er ekki aðeins fallegur heldur er öll úrlausn verkefnisins - hugmynda- og aðferðarfræði, vídeó, vefsíða og kynning - til fyrirmyndar hvar sem á er litið, enda stóð einvalalið að verkefninu. Nafnið Rendez-wood? er lika skemmtilegur orðaleikur með orðið „rendezvous" sem þýðir „stefnumót".
Verkefninu er lýst vel á vef Listaháskólans en þar segir:
„Ísland var skóglaust land í margar aldir eftir að kjarr og birkiskógar eyddust af völdum landnámsmanna. Nú í dag er skógrækt þó loksins komin vel á veg og fleiri tré eru gróðursett á ári miðað við höfðatölu þjóðar, en á nokkrum öðrum stað í heiminum. Spáð er að á komandi áratugum muni Ísland öðlast sjálfbærni í viðarframleiðslu og er því brýnt að hefja rannsókn á staðbundnum við og möguleikunum á notkun hans í hönnun.Á Rendez-wood? var sýnd röð verka ásamt kynningarefni á bæði- ljósmynda- og myndbandsformi en verkefnin eru öll innblásin af íslenskri náttúru og eiga það sameiginlegt að vinna með „low-tech“ og primitivísk konsemt þar sem einblínt er á þörf nútímamannsins til þess að tengjast náttúrunni enn á ný."
Þeir nemendur sem tóku þátt í verkefninu eru: Anna Guðmundsdóttir, Katrín Magnúsdóttir, Thelma Hrund Benediktsdóttir, Ágústa Sveinsdóttir, Búi Bjarmar Aðalsteinsson, Sigurjón Axelsson og Björk Gunnbjörnsdóttir.
Kennarar: Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Dögg Guðmundsdóttir og Hafsteinn Júlíusson. Fagstjóri í vöruhönnun er Garðar Eyjólfsson.
Kennarar: Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Dögg Guðmundsdóttir og Hafsteinn Júlíusson. Fagstjóri í vöruhönnun er Garðar Eyjólfsson.
Smellið á nafn höfundar til að fara á hans svæði á vef Rendez-wood? þar sem fræðast má um verkefnin. Vídeóin eru hæfilega stutt og segja heilmikið um verkin.
Björk Gunnbjörnsdóttir: GONE BAKING „ Hot spring baking experience"
Sigurjón Axelsson: SEAWEED COLLECTOR „A connection between two worlds"
Ágústa Sveinsdóttir: SPIL „Lowtech playful accessories"
|
Thelma Hrund Benediktsdóttir: STICK AROUND „Walking stick as a body rest" |
Búi Bjarmar Aðalsteinsson: VERY LIGHT „For a world in need of sustainable energy" |
Sunday, January 12, 2014
Halyard stóllinn - innblásinn af sandi
Danski húsgagnaarkitektinn Hans J. Wegner hannaði Flag Halyard stóllinn árið 1950. Sagt er að hugmyndin að stólnum hafi kviknað þegar Weger var með börnum sínum á ströndinni á heitum sumardegi. Á meðan börnin leku sér í sjávarmálinu byggði Wegner sér þægilegt sæti úr sandinum sem hann raungerði síðar í Halyard stólnum.
Stóllinn er gerður úr stáli, 240 metrum af flagglínu, gæruskinni og höfuðpúða úr leðri eða lituðum segldúk . Form hans er frumlegt og öll smáatriði hugvitsamlega leyst eins og við er að búast hjá Wegner. Þetta er einn af fáum málmstólum Wegners en hann var meistari tréstólanna og notaði flagg- og pappírsnúrur í marga stóla sinna.
Werner hafði ekki sérstakan framleiðanda í huga þegar hann teiknaði Hayard stólinn en í dag fæst hann hjá PP Möbler.
Meistarinn í stólnum sínum |
Thursday, January 9, 2014
Upphaf stóla úr rörum
Marcel Breuer (1902-1981) var 23 ára gamall þegar hann eignaðist og lærði á reiðhjól. Kynni hans af reiðhjólinu urðu til þess að hann fór að skoða efni og burðarþol þess nánar. Stýrið varð honum sérstakt umhugsunarefni og hann velti fyrir sér hvort hægt væri að smíða húsgagn með sömu aðferð - beygja það í einu lagi - helst án samsetningar og krómhúða það síðan. Þannig mætti hanna húsgagn sem væri í senn létt, sterkt og gegnsætt.
Hann gerði tilraunir með aðferðina og Wassily stóllinn fæddist. árið 1925, nefndur eftir einum af kennurum hans við Bauhaus skólann. Breuer þróaði aðferðina enn frekar og innan skamms gengu aðrir hönnuðir í spor hans og hönnuðu húsgögn úr beygðum rörum. Í dag, 90 árum síðar, er þetta sú aðferð sem mest er notuð við húsgagnaframleiðslu.
Wassily stóllinn (1925) var lengst af aðeins til í svörtu leðri. Aðferðum við að lita leður hefur fleygt fram og nú fæst hann í ótal litum |
Cesca (1928) stóll með og án arma er einungis framleiddur ljós og svartur. |
Þeir sem óska sér Cesca stóls í lit eiga kost á bólstrun í hvaða lit sem er. |
Tuesday, November 26, 2013
Kampavínsstólar
Vinningshafinn Rockin`Chaise |
Design Within Reach (DWR) er verslun sem selur klassíska hönnun á vefnum og í verslunum sínum, aðallega í Bandaríkjunum. Þar má finna mörg vel þekkt húsgögn, nýja og eldri hönnun, sem framleidd eru í dag. Á vefsíðu DWR er einnig margskonar fróðleikur um hönnun og hönnuði sem gaman er að skoða og bloggið þeirra er einnig áhugavert.
Öðru hvoru stendur DWR fyrir skemmtilegum uppákomum t.d. var efnt til óvenjulegrar keppni um stólahönnun árið 2011 þar sem einungis mátti nota tappa, innsigli og merkimiða af kampavínsflösku til að hanna smástól. Fjöldi tillagna barst og hér eru birtar myndir af nokkrum þeirra. Tillögur sem komust í undanúrslit má svo sjá hér og vinningshafa hér.
Það þarf sem sé ekkert nema kampavínsflösku til að gera sér svona stól og það er jafn góð afsökun og hvað annað til að fá sér kampavín!
champagne chair |
Án titils |
Good girl, Club Chair! |
Á titils |
Champagne Twist - Royal French |
Á titils |
Án titils |
Án titils |
Saturday, November 23, 2013
Hús fullt af Memphis
Átrúnaðargoðið: Sottsass |
Það var því athyglisvert að sjá á core77.com myndir frá heimili sem er eingöngu búið Memphis húsgögnum. Þarna hlýtur að vera saman komið eitt heillegasta safn Memphis muna sem finnst á einum stað. Það er í eigu Dennis Zanone sem hefur safnað Memphis munum og húsgögnum á heimili sitt í 20 ár. Og auðvitað býr hann í Memphis, Tennessee - heimabæ Elvis Presley. Hann sefur meira að segja í Tawaraya Boxhringnum eftir Masanori Umeda. Dennis hefur svo einlægan áhuga á Memphis tímabilinu að hann heldur úti bæði Facebook síðu og flottu myndasafni á Flickr. Hér er viðtal við Dennis.
Heima hjá Dennis Zanone |
Setustofan |
Cassablanca skópur (Sottsass) og D´Antibes skápur (Sowden) |
Dublin sófi (Zanini) |
Carlton hilla og Beverly skenkur (Sottsass) |
Vélmennið Ginza og rúm gert úr Tawaraya boxhringnum eftir Masanori Umeda |
Wednesday, November 20, 2013
Risastórt keramik Jun Kaneko
Keramik Jun Kaneko (1942) er engin smásmíði og á sér fáar hliðstæður - margra metra hátt og mörg hundruð kíló að þyngd. Þegar verkin hafa verið mótuð úr leirnum standa þau í fjóra mánuði til þerris og eru síðan brend í ofni í allt að 35 daga. Aðeins fáein verk standast þessa raun og af hverjum 10 verkum takast að jafnaði aðeins 2-3 verk fullkomlega.
Jun býr í bandaríkjunum en japanskur uppruni hans fer ekki fram hjá neinum sem skoðar verk hans hvort sem það er keramik, málverk eða leikmynd.
Það er magnað hvað verkin eru fínleg þrátt fyrir stærðina og erfitt að gera sér grein fyrir stærð þeirra nema hafa eitthvað til viðmiðunar. Verkin á myndunum eru öll nokkurra metra há en þegar ekkert er til viðmiðunar gæti maður alveg jafnt ímyndað sér að þau stæðu á stofuborðinu heima. Ég hefði a.m.k. ekkert á móti því að eitt slíkt stæði á borðinu mínu - kannske í smækkaðri mynd!
Verk í vinnslu. Gott að hafa þessi hlutföll í huga þegar myndirnar eru skoðaðar |
Á þessu stutta myndbandi má gera sér grein fyrir umfangi verka listamannsins.
Tuesday, November 19, 2013
Element - ílát á mörg hundruð vegu
Element ílát frá vitamin |
38 einingar til að raða saman |
Allskonar tölvustýrð vinnsla og framleiðsla hefur breytt starfsumhverfi hönnuða og listamanna mikið. Nú býðst prentun í 3vídd, geislaskurður á allskonar efnum, fræsing og rennsla og svo mætti lengi telja. Galdurinn er að kunna að nýta þessa möguleika á hugvitsamlegan hátt.
Ílátin sem hér eru sýnd eru gott dæmi um hvernig má með útsjónarsemi og sköpunarmætti gera margbreytilegan hlut úr tiltölulega fáum stykkjum. Grunneiningin er handblásið gler 40sm að hæð. Utan á og undir glerið má raða einingum af ýmsu tagi sem allar eiga það sameiginlegt að vera framleiddar með hinni nýju tækni. Kaupandinn raðar svo sjálfur saman einingum að eigin smekk og þegar 10 kaupendur hafa raðað saman einingum á sama hátt er ekki hægt að kaupa meira af þeirri samsetningu. Frábær hugmynd því það er margsannað að eigandinn binst sterkustu böndunum við það sem hann hefur verið þátttakandi í að skapa. Auðvitað er þetta líka flott markaðssetning og það þarf sköpunarmátt til að búa til slíkt konsept.
Í fljótu bragði mætti halda að þar sem aðeins verða seld 10 stykki af hverri samsetningu muni sölumöguleika fljótt þrjóta. En skoðum það nánar. Í lottó með 40 tölum og fimm tölum í útdrætti eru líkurnar á að fá fimm tölur réttar 1 á móti 658.008. Ef sömu reikningsaðferð er beitt og miðað við að hvert ílát sé gert úr fimm af 38 mögulegum hlutum fáum við út að möguleikar á að fá tvo sem eru nákvæmlega eins samsettir eru 1 á móti 501.942! Það má því selja ansi marga hluti til að fá 10 eins - en ekki gleyma að þetta er spurning um tilviljun og hverju er haldið að viðskiptavininum. Eigi að síður - markaðsetningin er bara tær snilld og ílátin eru gullfalleg í hvaða samsetningu sem valin er.
Fjögur ílát sett saman ú samtals 21 einingu |
Og hér eru enn fleiri einingar |
Við vangaveltur um fjölda samsetninga var stuðst við þessa grein á Vísindavefnum.
Subscribe to:
Posts (Atom)